Ein umfangsmesta sýning Errós

Sýningin ber yfirskriftina „Sprengikraftur myndlistar“og er umfangsmesta sýning á verkum Errós sem hefur verið sett upp hér á landi. Þar má sjá fleiri en þrjú hundruð málverk, klippimyndir, myndbönd og fleira. Sýningarstjórar eru Gunnar og Danielle Kvaran og er sýningin styrkt af Flóka Invest.

Til stendur að setja sýninguna upp víðar meðal annars í Danmörku og Frakklandi síðar á árinu og er Flóki Invest stoltir bakhjarlar sýninganna.

Erró á viðburðaríkan feril að baki og er einn fárra íslenskra myndlistamanna sem hefur náð fótfestu í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Hann hefur verið afkastamikill í gegnum árin. Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddist 1932. Hann fór tvítugur í nám við listaakademíuna í Ósló og 1954 stundaði hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðar í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda.

A-Art, sem er félag í eigu Flóka Invest, hefur fjárfest í fjölmörgum verkum Errós í gegnum tíðina og prýðir til að mynda mósaíkmynd eftir Erró mötuneyti Alvotech í Vatnsmýri.